Tónlist spiluð
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum
hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn
er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Hljóðstyrkurinn er stilltur með því að ýta á hljóðstyrkstakkana.
Stjórnaðu spilaranum með hnöppunum á skjánum.
Spilun er ræst með .
Til að gera hlé á spiluninni velurðu .
Til að hoppa yfir í næsta lag skaltu velja
. Til að hoppa til baka í byrjunina á laginu
á undan skaltu velja
tvisvar.
Spólað er hratt áfram í lagi með því að halda
inni. Ef spóla á til baka í lagi í spilun
er
haldið inni. Slepptu takkanum þar sem þú vilt halda áfram að hlusta á lagið.
Til að fara yfir í tónlistarvalmyndina skaltu velja
á skjánum.
Til þess að skipta yfir í spilunarlistann velurðu
á skjánum.
Til að loka valmynd spilarans og halda áfram að spila tónlist í bakgrunninum skaltu
styðja á hætta-takkann.
Til að stöðva spilarann skaltu halda hætta-takkanum inni.