
Tónlistarvalmynd
Þú getur fengið aðgang að þeirri tónlist og myndskrám sem þú hefur vistað í minni
símans eða á minniskortinu, hlaðið niður tónlist eða myndskeiðum af netinu eða skoðað
samhæfar straumspilunarhreyfimyndir á netþjóni (sérþjónusta).
Til að hlusta á tónlist eða spila myndskeið skal velja skrá úr tiltækum möppum og
Spila.
Til að hlaða niður skrám af netinu skaltu velja Valkostir > Hlaða niður og vefsíðu sem
hlaða skal frá.
Til að uppfæra tónlistarsafnið eftir að þú hefur bætt við skrám skaltu velja Valkostir >
Uppfæra safn.
Spilunarlisti búinn til
Til að skoða spilunarlista með tónlistarvali þínu skaltu gera eftirfarandi:
1. Veldu Spilunarlistar > Nýr spilunarlisti og sláðu inn nafnið á lagalistanum.
Miðlar
© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.
40

2. Bættu við tónlistarskrá eða myndskeiði af þeim listum sem birtir eru.
3. Veldu Lokið til að vista lagalistann.
Stilla straumspilunarþjónustu
Hægt er að fá straumstillingar í stillingaboðum frá þjónustuveitunni.
Sjá
„Stillingaþjónusta“, bls. 9.
Einnig er hægt að færa stillingarnar inn handvirkt.
Sjá
„Stillingar“, bls. 35.
Stillingarnar eru teknar í notkun á eftirfarandi hátt:
1. Veldu Valkostir > Hlaða niður > Straumstillingar > Samskipun.
2. Veldu þjónustuveitu Sjálfgefnar eða Eigin stillingar fyrir streymi.
3. Veldu Áskrift og reikning fyrir straumspilunarþjónustu í virku stillingunni.