Nokia 7510 Supernova - Valkostir í símtali

background image

Valkostir í símtali

Margir þeirra valkosta sem hægt er að velja meðan á símtali stendur flokkast undir

sérþjónustu. Upplýsingar um framboð fást hjá þjónustuveitunni.
Veldu Valkostir meðan á símtali stendur. Tiltækir valkostir kunna einnig að innihalda

eftirfarandi:
Valkostir fyrir símtöl eru Hljóðnemi af, Hljóðnemi á, Tengiliðir, Valmynd, Læsa

takkaborði, Taka upp, Skýrleiki tals, Hátalari eða Símtól.
Valkostir símkerfis eru Svara, Hafna, Í bið eða Úr bið, Ný hringing, Bæta í

símafund, Leggja á, Ljúka öllum og eftirfarandi:
Senda DTMF-tóna — til að senda tónastrengi

Skipta — til að skipta á milli virks símtals og símtals í bið

Flytja — til að tengja saman símtal í gangi og símtal í bið og aftengjast í leiðinni

Símafundur — til að koma á símafundi

Einkasamtal — til að tala einslega við þátttakanda í símafundi

Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því

hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.

Símtöl

© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.

21

background image

4. Textaritun

Textastillingar

Hægt er að slá inn texta (t.d. þegar textaskilaboð eru skrifuð) á hefðbundinn hátt eða

með flýtiritun.
Þegar texti er sleginn inn er hægt að halda inni Valkostir til að skipta á milli venjulegs

textainnsláttar, táknaður með

, og flýtiritunar, táknuð með

. Síminn styður ekki

flýtiritun á öllum tungumálum.
Það hvort stillt er á lágstafi eða hástafi er táknað með

, eða

.

Skipt er á milli há- og lágstafa með #. Skipt er úr bókstöfum yfir í tölustafi, táknað með

, með því að halda inni # og velja Talnahamur. Skipt er úr bókstöfum yfir í tölustafi

með því að halda takkanum # inni.
Veldu Valkostir > Tungumál texta til að velja ritunartungumálið.

Venjulegur innsláttur texta

Ýtt er á tölutakka, 2-9, þar til viðkomandi bókstafur birtist. Það hvaða tungumál er valið

hefur áhrif á það hvaða bókstafir birtast.
Ef næsti stafur er á sama takka og sá sem þú hefur slegið inn skaltu bíða þar til bendillinn

birtist og slá svo inn stafinn.
Til að fá aðgang að algengustu greinarmerkjum og sértáknum ýtirðu á 1. Listi yfir

sérstafi er opnaður með því að ýta á *.

Flýtiritun

Í flýtiritun er notuð innbyggð orðabók sem hægt er að bæta nýjum orðum inn í.
1. Byrjaðu að skrifa orð með tökkunum 2 til 9. Ýttu aðeins einu sinni á hvern takka fyrir

hvern staf.

2. Til að staðfesta orð flettirðu til hægri eða bætir við bili.

● Ef orðið er ekki rétt skaltu ýta endurtekið á * og velja orðið af listanum.
● Ef greinarmerkið ? birtist aftan við orðið er orðið sem þú vilt slá inn ekki að finna

í orðabókinni. Orðinu er bætt inn í orðabókina með því að velja Stafa. Sláðu inn

orðið á venjulegan hátt og veldu Vista.

● Til að rita samsett orð færirðu inn fyrsta hluta orðsins og flettir til hægri til að

staðfesta. Svo slærðu inn síðari hluta orðsins og staðfestir það.

3. Byrjaðu að skrifa næsta orð.