
Kortum hlaðið niður
Síminn kann að innihalda fyrirfram uppsett kort á minniskortinu. Hægt er að hlaða niður
nýjum kortum af netinu með Nokia Map Loader forritinu.
Nokia Map Loader
Til að fá frekari upplýsingar og til að hlaða niður Nokia Map Loader á tölvuna þína skaltu
fara á www.maps.nokia.com
Skipuleggjari
© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.
44

Áður en nýjum kortum er hlaðið niður í fyrsta skipti skaltu ganga úr skugga um að það
sé minniskort í símanum.
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Kort til að setja inn upphafsstillingar.
Til að breyta kortavalinu á minniskortinu skaltu nota Nokia Map Loader til að eyða öllum
kortum á minniskortinu og hlaða niður nýjum kortum. Þetta er gert til að tryggja að öll
kort séu af sömu útgáfu.
Kortaþjónusta í símkerfinu.
Hægt er að stilla símann þannig að hann hlaði sjálfkrafa niður þeim kortum sem ekki
eru í símanum þegar þess þarf.
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Kort > Stillingar > Símkerfisstillingar > Leyfa
netk.notkun > Já eða Í heimasímkerfi.
Til að koma í veg í fyrir sjálfvirkt niðurhal á kortum skaltu velja Nei.
Niðurhal á kortum getur falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi
þjónustuveitunnar. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.