
Raddskipanir
Hringdu í tengilið og framkvæmdu aðgerðir í símanum með raddskipunum.
Raddskipanir eru háðar tungumáli. Til að stilla tungumál símans skaltu velja
Valmynd > Stillingar > Símastillingar > Stillingar tungumáls > Tungumál
síma og tungumálið.
Til að venja raddkennsl símans við röddina þína velurðu Valmynd > Stillingar >
Símastillingar > Raddkennsl > Raddæfing.
Til að gera raddskipun virka velurðu Valmynd > Stillingar > Símastillingar >
Raddkennsl > Raddskipanir og viðkomandi aðgerðir. sýnir að raddskipunin er
virk.
Raddskipun er gerð virk með því að velja Bæta við. Ef þú vilt spila virkjuðu
raddskipunina skaltu velja Spila.
Upplýsingar um notkun raddskipana er að finna í
„Raddstýrð hringing“
, á bls.
21
.
Til að halda utan um raddskipanirnar skaltu fletta að aðgerð og velja Valkostir og úr
eftirfarandi:
● Breyta eða Fjarlægja — Til að gefa raddskipuninni nýtt heiti eða gera hana óvirka.
● Virkja allar eða Óvirkja allar — Til að gera raddskipanir virkar eða óvirkar í öllum
aðgerðum á raddskipanalistanum.