Nokia 7510 Supernova - Skipuleggja tengiliði

background image

Skipuleggja tengiliði

Veldu minnið fyrir tengiliðina

Hægt er að vista tengiliði í minni símans ásamt öðrum upplýsingum, svo sem ýmsum

símanúmerum og textafærslum. Einnig er hægt að vista mynd, tón eða myndskeið við

tiltekinn fjölda tengiliða.
Minni SIM-kortsins getur vistað nöfn með einu símanúmeri tengdu við þau. Tengiliðirnir

sem vistaðir eru í minni SIM-kortsins eru auðkenndir með .
Veldu Valmynd > Tengiliðir > Stillingar > Minni í notkun. Þegar þú velur Sími og

SIM-kort eru tengiliðir vistaðir í minni símans.

Vista nöfn og númer

Ef vista á nafn og símanúmer skaltu velja Valmynd > Tengiliðir > Bæta við

nýjum > Bæta við tengilið.
Fyrsta númerið sem er vistað er sjálfkrafa gert að sjálfgefnu númeri og auðkennt með

ramma utan um gerð þess (til dæmis ). Þegar nafn er valið úr tengiliðum (til dæmis

til að hringja í viðkomandi) er sjálfgefna númerið notað nema annað númer sé valið.

Leit að tengilið

Veldu Valmynd > Tengiliðir > Nöfn og flettu gegnum tengiliðalistann eða sláðu inn

fyrsta stafinn í nafni tengiliðarins.

Upplýsingum bætt við og þeim breytt

Til að bæta við eða breyta upplýsingum um tengilið velurðu hann og Upplýs. >

Valkostir > Bæta við upplýs. og úr tiltækum valkostum.

Tengiliðir afritaðir eða færðir

1. Veldu fyrsta tengiliðinn sem á að afrita eða færa og Valkostir > Merkja.
2. Merktu hina tengiliðina og veldu Valkostir > Afrita merkta eða Færa merkta.

Allir tengiliðir afritaðir eða færðir

Veldu Valmynd > Tengiliðir > Afrita tengiliði eða Færa tengiliði.

Eyða tengiliðum

Veldu tengiliðinn og Valkostir > Eyða tengilið.
Til að eyða öllum tengiliðunum velurðu Valmynd > Tengiliðir > Eyða öllum > Úr

minni símans eða Af SIM-korti.
Til að eyða númeri, textaatriði eða mynd tengiliðar skaltu leita að tengiliðnum og velja

Upplýs.. Flettu að tiltekna atriðinu, veldu Valkostir > Eyða og úr tiltækum valkostum.

Tengiliðahópur búinn til

Raðaðu tengiliðum í viðmælendahópa með mismunandi hringitóna og hóptákn.
1. Veldu Valmynd > Tengiliðir > Hópar.
2. Til að búa til nýjan hóp velurðu Bæta við eða Valkostir > Bæta við hópi.

Tengiliðir

© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.

28

background image

3. Sláðu inn nafn hópsins, veldu mynd og hringitón ef þú vilt bæta þeim við hópinn og

veldu svo Vista.

4. Veldu hópinn og Skoða > Bæta við til að bæta tengiliðunum við hópinn.