Nokia 7510 Supernova - Velja flýtivísa símtala

background image

Velja flýtivísa símtala

Búðu til flýtivísa símtala með því að tengja símanúmer við númeratakkana 2 til 9.
1. Veldu Valmynd > Tengiliðir > Hraðvals-númer og flettu að takka.
2. Veldu Velja. Ef númer er þegar tengt við takkann skaltu velja Valkostir > Breyta.
3. Sláðu inn númer eða leitaðu að tengilið.

7. Símtalaskrá

Til að skoða upplýsingar um símtöl, skilaboð, gögn og samstillingu skaltu velja

Valmynd > Notkunarskrá og svo einhvern af valkostunum sem eru í boði.

Til athugunar: Reikningar þjónustuveitunnar fyrir símtöl og þjónustu kunna að

vera breytilegir eftir eiginleikum símkerfisins, sléttun fjárhæða við gerð reikninga,

sköttum og öðru slíku.

8. Staðsetningarskrá

Símkerfið kann að senda þér staðsetningarbeiðni (sérþjónusta). Hafðu samband við

þjónustuveituna til að gerast áskrifandi að staðsetningarupplýsingum og samþykkja

sendingar þeirra.
Veldu Samþykk. eða Hafna til að samþykkja eða hafna beiðni um staðsetningu. Ef þú

missir af beiðninni samþykkir eða hafnar síminn henni sjálfkrafa í samræmi við það sem

þú hefur ákveðið með símafyrirtækinu þínu eða þjónustuveitu.
Til að skoða upplýsingar um 10 síðustu einkatilkynningar eða -beiðnir velurðu

Valmynd > Notkunarskrá > Staðsetning > Staðsetningarskrá.