Vinnuumhverfi
Þetta tæki uppfyllir skilyrði um leyfileg mörk útvarpsbylgna (RF) við notkun annaðhvort
í hefðbundinni stöðu við eyrað eða þegar það er haft að minnsta kosti 2,2 sentimetrar
(7/8 úr tommu) frá líkamanum. Ef taska, beltisklemma eða hald er notað þegar tækið
er borið á réttan hátt á líkamanum ætti slíkur búnaður ekki að innihalda málm og halda
ætti tækinu að minnsta kosti í þeirri fjarlægð frá líkamanum sem nefnd var hér á undan.
Til að hægt sé að senda gagnaskrár eða skilaboð þarf þetta tæki góða tengingu við
símkerfið. Í sumum tilvikum getur sending gagna eða boða tafist þar til slík tenging er
tiltæk. Tryggja skal að ofangreindum fjarlægðarfyrirmælum sé fylgt þar til sendingu er
lokið.